Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   lau 13. ágúst 2022 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barcelona byrjar á jafntefli - Villarreal skoraði þrjú
Mynd: Barcelona
Mynd: EPA

Það fóru þrír leikir fram í spænska boltanum í dag og lauk þessum laugardegi á heimaleik Barcelona gegn Rayo Vallecano.


Börsungar stjórnuðu boltanum gegn Rayo en áttu í gríðarlegum erfiðleikum með að skapa góð færi og tókst ekki að skora.

Robert Lewandowski og Raphinha voru í byrjunarliðinu ásamt Andreas Christensen á meðan Franck Kessie, Frenkie de Jong og Pierre-Emerick Aubameyang komu inn af bekknum.

Börsungar voru manni færri síðustu sjö mínútur leiksins eftir að Sergio Busquets nældi sér sitt seinna gula spjald fyrir að brjóta á Radamel Falcao. Gestirnir frá Madríd komu boltanum í netið í uppbótartíma en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og þurfa nýir leikmenn Börsunga líklega meiri tíma til að ná betur saman í sóknarlínunni.

Barcelona 0 - 0 Rayo Vallecano
Rautt spjald: Sergio Busquets, Barcelona ('93)

Lærisveinar Unai Emery hjá Villarreal unnu þá útileik gegn Real Valladolid þar sem Alex Baena kom inn af bekknum og skoraði tvennu á lokakaflanum til að innsigla góðan sigur.

Celta Vigo og Espanyol gerðu að lokum 2-2 jafntefli þar sem Iago Aspas skoraði fyrir heimamenn og gerðu Joselu jöfnunarmark gestanna úr vítaspyrnu á 98. mínútu.

Real Valladolid 0 - 3 Villarreal
0-1 Nicolas Jackson ('49)
0-2 Alex Baena ('81)
0-3 Alex Baena ('90)

Celta Vigo 2 - 2 Espanyol
1-0 Iago Aspas ('45)
2-0 Goncalo Paciencia ('63)
2-1 Exposito ('72)
2-2 Joselu ('98, víti)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 15 12 1 2 42 17 +25 37
2 Real Madrid 15 11 3 1 32 13 +19 36
3 Villarreal 14 10 2 2 29 13 +16 32
4 Atletico Madrid 15 9 4 2 28 14 +14 31
5 Betis 14 6 6 2 22 14 +8 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 14 6 2 6 13 15 -2 20
8 Athletic 15 6 2 7 14 20 -6 20
9 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
10 Real Sociedad 14 4 4 6 19 21 -2 16
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
13 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
14 Alaves 14 4 3 7 12 15 -3 15
15 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
16 Mallorca 14 3 4 7 15 22 -7 13
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
20 Oviedo 14 2 3 9 7 22 -15 9
Athugasemdir
banner
banner