Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   þri 13. ágúst 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hoffenheim náði samkomulagi við Southampton um kaupverð
Mynd: EPA
Þýska félagið Hoffenheim er að ganga frá kaupum á miðverðinum Armel Bella-Kotchap frá Southampton.

Bella-Kotchap er þýskur miðvörður með tvo leiki að baki fyrir A-landsliðið. Hann er 22 ára gamall og hefur ekki komið við sögu með Southampton síðan í maí í fyrra.

Bella-Kotchap hefur verið að glíma við erfið axlarmeiðsli og átti misheppnaða lánsdvöl hjá PSV Eindhoven á síðustu leiktíð.

Hoffenheim hefur þó trú á gæðum varnarmannsins og borgar 15 milljónir evra, eða um 12,8 milljónir punda, til að festa kaup á honum.

Bella-Kotchap mun gangast undir læknisskoðun hjá Hoffenheim í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner