Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   mið 13. ágúst 2025 14:43
Elvar Geir Magnússon
Bröndby – Víkingur í beinni á Livey
Mynd: Livey
Leikur Bröndby og Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar verður sýndur beint á Livey. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma.

Víkingur vann magnaðan 3-0 sigur í fyrri leiknum en það er ekkert grín að heimsækja Bröndby og Danirnir væntanlega sólgnir í að sýna hvað í þeim býr.

Í samstarfi við Livey fá allir Víkingar 20% afslátt af áskrift með því að nota kóðann: vikingur

Leikurinn er hluti af Livey Sport áskriftinni, þar sem allir leikir úr Lengjudeildinni, LaLiga, Serie A, Ligue 1 o.fl. er sýnt.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Víkings.

Athugasemdir