Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
   fim 13. september 2018 14:42
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum fengið fínan tíma til að undirbúa þennan leik og erum klárir í þennan slag. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í svona leik," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.

Stjarnan og Breiðablik eigast við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardagskvöld. Rúnar segir að mikil spenna sé meðal Garðbæinga.

„Það er mikil tilhlökkun og mikið talað um leikinn. Fólki hlakkar mikið til að mæta á laugardaginn og styðja okkur til sigurs. Þetta snýst um að hafa gaman að hlutunum og njóta stundarinnar."

Stjarnan hefur aldrei orðið bikarmeistari í karlaflokki.

„Auðvitað langar okkur að vinna þennan bikar. Þetta er bikar sem vantar í Garðabæinn."

„Þessi lið geta spilað skemmtilegan sóknarbolta og verið með góðan varnarleik þegar þess þarf. Ég reikna með því að þetta verði bráðskemmtilegur leikur."

„Það eru allir heilir og þetta lítur vel út," segir Rúnar spurður um stöðuna á hans hópi en allt viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Athugasemdir