Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 13. september 2018 14:42
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum fengið fínan tíma til að undirbúa þennan leik og erum klárir í þennan slag. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í svona leik," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.

Stjarnan og Breiðablik eigast við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardagskvöld. Rúnar segir að mikil spenna sé meðal Garðbæinga.

„Það er mikil tilhlökkun og mikið talað um leikinn. Fólki hlakkar mikið til að mæta á laugardaginn og styðja okkur til sigurs. Þetta snýst um að hafa gaman að hlutunum og njóta stundarinnar."

Stjarnan hefur aldrei orðið bikarmeistari í karlaflokki.

„Auðvitað langar okkur að vinna þennan bikar. Þetta er bikar sem vantar í Garðabæinn."

„Þessi lið geta spilað skemmtilegan sóknarbolta og verið með góðan varnarleik þegar þess þarf. Ég reikna með því að þetta verði bráðskemmtilegur leikur."

„Það eru allir heilir og þetta lítur vel út," segir Rúnar spurður um stöðuna á hans hópi en allt viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner