„Við höfum fengið fínan tíma til að undirbúa þennan leik og erum klárir í þennan slag. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í svona leik," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Stjarnan og Breiðablik eigast við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardagskvöld. Rúnar segir að mikil spenna sé meðal Garðbæinga.
Stjarnan og Breiðablik eigast við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardagskvöld. Rúnar segir að mikil spenna sé meðal Garðbæinga.
„Það er mikil tilhlökkun og mikið talað um leikinn. Fólki hlakkar mikið til að mæta á laugardaginn og styðja okkur til sigurs. Þetta snýst um að hafa gaman að hlutunum og njóta stundarinnar."
Stjarnan hefur aldrei orðið bikarmeistari í karlaflokki.
„Auðvitað langar okkur að vinna þennan bikar. Þetta er bikar sem vantar í Garðabæinn."
„Þessi lið geta spilað skemmtilegan sóknarbolta og verið með góðan varnarleik þegar þess þarf. Ég reikna með því að þetta verði bráðskemmtilegur leikur."
„Það eru allir heilir og þetta lítur vel út," segir Rúnar spurður um stöðuna á hans hópi en allt viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Sjá einnig:
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Athugasemdir