Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 13. september 2018 14:42
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum fengið fínan tíma til að undirbúa þennan leik og erum klárir í þennan slag. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í svona leik," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.

Stjarnan og Breiðablik eigast við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardagskvöld. Rúnar segir að mikil spenna sé meðal Garðbæinga.

„Það er mikil tilhlökkun og mikið talað um leikinn. Fólki hlakkar mikið til að mæta á laugardaginn og styðja okkur til sigurs. Þetta snýst um að hafa gaman að hlutunum og njóta stundarinnar."

Stjarnan hefur aldrei orðið bikarmeistari í karlaflokki.

„Auðvitað langar okkur að vinna þennan bikar. Þetta er bikar sem vantar í Garðabæinn."

„Þessi lið geta spilað skemmtilegan sóknarbolta og verið með góðan varnarleik þegar þess þarf. Ég reikna með því að þetta verði bráðskemmtilegur leikur."

„Það eru allir heilir og þetta lítur vel út," segir Rúnar spurður um stöðuna á hans hópi en allt viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Athugasemdir
banner
banner