Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   sun 13. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Tottenham tekur á móti Everton
Það eru tveir leikir á dagskrá í enska boltanum í dag og verða þeir báðir sýndir í beinni útsendingu á sportstöð Símans.

Nýliðar West Bromwich Albion taka á móti lærisveinum Brendan Rodgers í Leicester City í fyrri leik dagsins.

Það verður áhugavert að sjá hvernig West Brom gengur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru.

Leicester gerði frábæra hluti á síðustu leiktíð en missti dampinn eftir Covid hlé og rann úr Meistaradeildarsæti á lokametrunum.

Eftir leikslok í West Bromwich fer afar spennandi viðureign af stað á Tottenham Stadium, þar sem Jose Mourinho og Carlo Ancelotti eigast við.

Tottenham tekur á móti Everton í áhugaverðum leik. Þeir bláklæddu hafa styrkt miðjuna sína mikið undanfarið á meðan Spurs er búið að krækja í Pierre-Emile Hojbjerg og Matt Doherty.

Óljóst er hvort það verði pláss fyrir Gylfa Þór Sigurðsson í liði Everton, enda er hann í beinni samkeppni við James Rodriguez um byrjunarliðssæti.

Allan, Abdoulaye Doucoure, Andre Gomes og Harvey Barnes eru einnig partur af leikmannahópi Everton.

Leikir dagsins:
13:00 West Brom - Leicester (Síminn Sport)
15:30 Tottenham - Everton (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir