Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   sun 13. september 2020 23:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hundrað prósent á því að Gylfi vinni sér sæti í liðinu
Gylfi og Allan á æfingu.
Gylfi og Allan á æfingu.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður og spilaði rúmar 20 mínútur í sigri Everton á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi fékk fína dóma fyrir innkomu sína.

Þrír virkilega góðir miðjumenn voru keyptir til Everton í sumar og þeir byrjuðu allir í dag. Rætt var um stöðu Gylfa í Vellinum á Síminn Sport eftir leik.

„Auðvitað viljum við að Gylfi spili 90 mínútur í hverri viku, en þarna er komin alvöru samkeppni. Það var verra í fyrra þegar þeir voru með hörmulega miðju og hann var ekki að spila," sagði Gylfi Einarsson.

„Það er kannski aðeins minni pressa á honum núna. Líka út af þessu covid-ástandi. Á heimaleikjum hafa áhorfendur verið á bakinu á honum. Kannski léttir það á honum að það séu ekki áhorfendur á vellinum."

„Gylfi er bara það góður leikmaður að hann kemur sér í gegnum þetta. Hann mun vinna sér sæti í liði Everton, ég er 100 prósent á því," sagði Gylfi jafnframt.

„Ég held að það sé allt annað að vera með Allan fyrir aftan þig en Morgan Schneiderlin, Fabian Delph, Tom Davies og fleiri," sagði Bjarni Þór Viðarsson.

Innslagið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner