Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Viljum enda ofar og ná fimmta sætinu
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 13. september 2020 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Telma Ívars: Púlsinn var mjög hár
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var fínn leikur. Við byrjuðum ágætlega í fyrri hálfleik en vorum ekkert að spila okkar besta leik þó að þessi mörk hafi komið inn úr föstum leikatriðum,“ sagði Telma Ívarsdóttir sem var frábær í marki FH í 2-2 jafnteflisleik gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 FH

FH komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en misstu forystuna niður í þeim síðari.

„Þetta var gríðarlega erfitt í seinni hálfleik þegar þær koma af fullum krafti og setja þessi tvö mörk. Við vorum að reyna að sækja meira en eitt stig og það var frekar erfitt að koma á Eimskipsvöllinn,“ sagði Telma.

Leikurinn var hrikalega spennandi og taugarnar hjá stuðningsfólki liðanna voru vel þandar á lokakaflanum. Hvernig voru taugarnar á Telmu?

„Mínar voru ekkert sérstaklega góðar. Ég verð að viðurkenna að púlsinn var mjög hár. Þær voru að koma á okkur aftur og aftur og við þurftum að vera á tánum og halda fókus út leikinn.“

Telma var að lokum spurð út í viðsnúninginn í spilamennsku FH. Liðið var alls ekki sannfærandi í upphafi móts en hefur tekið miklum framförum og lítur mun betur út.

„Þetta er liðsheildin. Við erum ekkert að fara að falla og erum löngu búnar að ákveða það. Við þurfum þá bara að berjast fyrir hverjum einasta leik.“

Nánar er rætt við markvörðinn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner