Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Tekur við eftir að allir leikmennirnir neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
   sun 13. september 2020 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Telma Ívars: Púlsinn var mjög hár
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var fínn leikur. Við byrjuðum ágætlega í fyrri hálfleik en vorum ekkert að spila okkar besta leik þó að þessi mörk hafi komið inn úr föstum leikatriðum,“ sagði Telma Ívarsdóttir sem var frábær í marki FH í 2-2 jafnteflisleik gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 FH

FH komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en misstu forystuna niður í þeim síðari.

„Þetta var gríðarlega erfitt í seinni hálfleik þegar þær koma af fullum krafti og setja þessi tvö mörk. Við vorum að reyna að sækja meira en eitt stig og það var frekar erfitt að koma á Eimskipsvöllinn,“ sagði Telma.

Leikurinn var hrikalega spennandi og taugarnar hjá stuðningsfólki liðanna voru vel þandar á lokakaflanum. Hvernig voru taugarnar á Telmu?

„Mínar voru ekkert sérstaklega góðar. Ég verð að viðurkenna að púlsinn var mjög hár. Þær voru að koma á okkur aftur og aftur og við þurftum að vera á tánum og halda fókus út leikinn.“

Telma var að lokum spurð út í viðsnúninginn í spilamennsku FH. Liðið var alls ekki sannfærandi í upphafi móts en hefur tekið miklum framförum og lítur mun betur út.

„Þetta er liðsheildin. Við erum ekkert að fara að falla og erum löngu búnar að ákveða það. Við þurfum þá bara að berjast fyrir hverjum einasta leik.“

Nánar er rætt við markvörðinn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner