Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. september 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl | Vísir 
Flóðljósin uppfylla ekki kröfur - Spilað á Laugardalsvelli?
Kvöldleikur á Kópavogsvelli á laugardag.
Kvöldleikur á Kópavogsvelli á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flóðlýsingin haustið 2019.
Flóðlýsingin haustið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flóðljósin á Kópavogsvelli eru ekki nægilega öflug fyrir Evrópuleiki þegar lengra er komið í Evrópukeppnum og birtuskil fara að versna. Kvennalið félagsins er á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og framundan eru þrír heimaleikir á næstu þremur mánuðum.

Breiðablik mætir PSG, Real Madrid og Kharkiv í riðlakeppninni. Karlalið Breiðabliks mátti eftirminnilega ekki spila heimaleik sinn gegn Aberdeen, meðal annars vegna flóðljósanna, og lék á Laugardalsvelli í staðinn.

Sjá einnig:
Kópavogsvöllur uppfyllir ekki skilyrði (30. júlí)
Blikar þurfa að spila á Laugardalsvelli - Óskar skýtur á Kópavogsbæ (3. ágúst)

„Sjón­varpið ger­ir kröf­ur um 800 LUX,“ seg­ir Ey­steinn Pét­ur Lárusson, fram­kvæmda­stjóri Breiðabliks við mbl.is. Hann seg­ir Breiðablik skoða nú hvað hægt sé að gera en á heild­ina litið sé fé­lagið í erfiðri stöðu.

„Það er kannski hægt að eiga við nú­ver­andi möst­ur og gera eitt­hvað á vellinum til þess að ná þessu sem þarf að ná. Ef það geng­ur ekki þá er það bara Laugardalsvöllur."

Flóðlýsingin er orðin pólítískt mál í Kópavogi. Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, skrifaði skoðunarpistil og birti á Vísi í dag. Fyrirsögnin á pistlinum er 'Breiðablik og heimavöllurinn'.

Á Kópavogsvelli er 500 lux lýsing sem er lágmarkskrafa KSÍ en það fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Pétur Hrafn skrifar:

„Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi.

"Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux."

Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.“


Pétur segir þetta hræðilega skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði og það sé hlutverk sveitarfélaga að skapa aðstöðu fyrir íþróttafélögin.

„Þetta hefur haft í för með sér að karlalið Breiðabliks þurfti að leika á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í Evrópukeppninni og féll úr keppni. Það má alveg leiða líkum að því að karlaliðið hefði komist áfram í næstu umferð ef liðið hefði leikið á sínum heimavelli enda þekkt að heimavöllurinn skiptir máli. Ef karlaliðið hefði komist áfram væru miljónatugir króna að streyma í kassann. Hver sigur Breiðabliks í Meistaradeild kvenna skilar milljónum í kassann og sigurlíkur auðvitað meiri ef leikið verður á heimavelli," skrifar Pétur.
Athugasemdir
banner
banner