Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 30. júlí 2021 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvöllur uppfyllir ekki skilyrði - Blikar bjartsýnir á undanþágu
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Getty Images
Breiðablik spilar á móti Aberdeen í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar næsta fimmtudag og fimmtudaginn þar á eftir.

Fyrrir leikurinn er heimaleikur Breiðabliks og mun hann að óbreyttu fara fram á Laugardalsvelli. Það vekur athygli þar sem Breiðablik hefur leikið heimaleiki sína á Kópavogsvelli í fyrstu tveimur umferðunum í keppninni.

Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks og ræddi Fótbolti.net við hann um heimavallarmálin.

„Við erum að reyna sækja um undanþágu, við erum komnir á það stig í keppninni að Laugardalsvöllur er eini völlurinn sem uppfyllir þau skilyrði sem þarf til. Kópavogsvöllur er category 2 völlur og Laugardalsvöllur er category 3," sagði Eysteinn.

„Við viljum auðvitað spila á Kópavogsvelli og er verið að skoða hvort hægt sé að að fá undanþágu."

Hvaða skilyrði eru það sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki?

„Þetta snýr að nokkrum hlutum, flóðljósunum, fjölmiðlaaðstöðu, svokölluðu control room þar sem er yfirsýn yfir allan völlinn og aðgangshliðum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Þetta snýst um að uppfæra völlinn í samræmi við það."

„Við þurfum að skila inn á hvaða velli við viljum spila á fyrir ákveðinn tíma. Við erum á fullu að vinna í þessu og erum bjartsýn á að fá undanþágu. KSÍ er að liðsinna okkur í þessu máli."


Vitiði hvenær þið þyrftuð að vera með leikstaðinn kláran?

„Nei, ég og fleiri höfum verið í símanum að reyna finna út hvenær þetta þarf allt að vera klárt," sagði Eysteinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner