
Valur tók á móti Breiðablik á Origo-Vellinum fyrr í kvöld, leikar enduðu 1-1 Karitas Tómasdóttir kom Breiðablik yfir á 32. mínútu leiksins en Cyera Hintzen jafnaði metin skömmu fyrir hálfleik.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Breiðablik
„Mér fannst þetta svona sanngjörn úrslit þegar uppi er staðið, þetta eru tvö góð lið sem vildu bæði vinna leikinn og við fengum færi til þess líka Breiðablik."
Staðan lítur mjög vel út fyrir Val sem er á toppi deildarinnar með 6 stiga forystu á annað sætið þegar það eru 3 leikir eftir.
„Já eins og ég segi þrír leikir eftir, þrír erfiðir leikir eftir og það er bara næsti leikur í Vestmannaeyjum á laugardag."
Valur er búið að stilla upp sama byrjunarliði átta leiki í röð.
„Engin ástæða til að skipta svona mikið þegar það gengur vel eins og stelpurnar hafa verið að spila."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir