Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fös 13. september 2024 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gaman, smá blendnar tilfinningar að koma á gamla heimavöllinn, en þetta var bara mjög gaman. Ég hef skorað þau nokkuð hér," segir Anna Rakel Pétursdóttir sem skoraði sigurmark Vals gegn Þór/KA á Greifavellinum í dag.

Anna Rakel er uppalin í KA og þekkir því vel að spila á þessu svæði.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Þetta var hörku leikur frá upphafi til enda og ég er mjög ánægð að við náum þremur stigum og föru með þau heim."

„Það hefði verið fínt að nýta vítið í lokin eða eitthvað af þessum færum sem við fengum, en 1-0 er nóg."


Valur er í tveggja hesta kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en Anna Rakel segir að einbeitingin sé öll á að vinna þá leiki sem liðið á eftir. Það myndi líka auðvitað skila Val titlinum.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gekk framhjá þegar viðtalið var í gangi og laumaði því að þetta hefði verið fyrsta mark Önnu Rakelar á tímablinu.

„Það er haugalýgi! Það er klárlega ánægjulegt að koma sér á blað í deildinni," segir Anna Rakel sem skoraði í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í þessum mánuði. „Kannski er ellin farin að segja til sín," sagði Anna Rakel á léttu nótunum.

Hún segir að það sé alltaf mjög gaman að spila á móti Þór/KA. „Það eru margar vinkonur og fyrrum liðsfélagar í liðinu og það er alltaf mjög gaman hitta þær og spila á móti þeim," sagði Anna Rakel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner