Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
   fös 13. september 2024 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gaman, smá blendnar tilfinningar að koma á gamla heimavöllinn, en þetta var bara mjög gaman. Ég hef skorað þau nokkuð hér," segir Anna Rakel Pétursdóttir sem skoraði sigurmark Vals gegn Þór/KA á Greifavellinum í dag.

Anna Rakel er uppalin í KA og þekkir því vel að spila á þessu svæði.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Þetta var hörku leikur frá upphafi til enda og ég er mjög ánægð að við náum þremur stigum og föru með þau heim."

„Það hefði verið fínt að nýta vítið í lokin eða eitthvað af þessum færum sem við fengum, en 1-0 er nóg."


Valur er í tveggja hesta kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en Anna Rakel segir að einbeitingin sé öll á að vinna þá leiki sem liðið á eftir. Það myndi líka auðvitað skila Val titlinum.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gekk framhjá þegar viðtalið var í gangi og laumaði því að þetta hefði verið fyrsta mark Önnu Rakelar á tímablinu.

„Það er haugalýgi! Það er klárlega ánægjulegt að koma sér á blað í deildinni," segir Anna Rakel sem skoraði í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í þessum mánuði. „Kannski er ellin farin að segja til sín," sagði Anna Rakel á léttu nótunum.

Hún segir að það sé alltaf mjög gaman að spila á móti Þór/KA. „Það eru margar vinkonur og fyrrum liðsfélagar í liðinu og það er alltaf mjög gaman hitta þær og spila á móti þeim," sagði Anna Rakel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner