Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 17:36
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Íslands - Logi og Daníel Tristan byrja
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leikur Íslands gegn Frakklandi í undankeppni HM hefst í kvöld klukkan 18:45. Ísland tapaði fyrir Úkraínu 3-5 síðastliðinn föstudag, og liðið hefur harm að hefna gegn Frökkum frá fyrri leik þeirra í París sem endaði 2-1 fyrir Frakklandi. Byrjunarliðin hafa verið byrt og þau má sjá hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Frakkland

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands gerir tvær breytingar frá Úkraínu leiknum. Logi  Tómasson og Daníel Tristan Guðjohnsen koma inn í liðið. Margir bjuggust við að Ísland myndi fara í þriggja manna hafsenta kerfi en Arnar heldur sig við sama kerfi og gegn Úkraínu.

Andri Lucas Guðjohnsen er í leikbanni og er því ekki með, og Jón Dagur Þorsteinsson færist yfir á bekkinn. Við innkomu Loga þá færir Arnar einnig Mikael Egil á kantinn.


Byrjunarlið Ísland:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Logi Tómasson
3. Daníel Leó Grétarsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Hákon Arnar Haraldsson
8. Ísak Bergmann Jóhannesson
9. Sævar Atli Magnússon
10. Albert Guðmundsson
21. Daníel Tristan Guðjohnsen
23. Mikael Egill Ellertsson

Byrjunarlið Frakkland:
16. Mike Maignan (m)
3. Lucas Digne
4. Dayot Upamecano
5. Jules Kounde
6. Eduardo Camavinga
8. Manu Koné
11. Michael Olise
13. Jean-Philippe Mateta
17. William Saliba
18. Christopher Nkunku
20. Florian Thauvin
Athugasemdir
banner
banner