Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Como segir frá sinni hlið - „Snýst um að deildin haldi velli“
Leikmenn Como klappa til áhorfenda.
Leikmenn Como klappa til áhorfenda.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska félagið Como hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu sem hefur skapast eftir að heimaleikur liðsins gegn AC Milan var færður til Ástralíu.

Fjárhagsleg gjá hefur myndast milli ítölsku deildarinnar og þeirrar ensku og Como segir að færsla leikja erlendis snúist um að ítalska deildin nái að halda velli.

Deildarleikur Como og Milan, sem fram fer í febrúar, mun vera spilaður í Perth. Í desember mun leikur Villarreal gegn Barcelona í spænsku deildinni vera spilaður í Flórída í Bandaríkjunum.

Aleksander Ceferin forseti FIFA segir að það hafi verið með trega sem það hafi verið samþykkt að spila umrædda leiki utan Evrópu en það er gríðarlega umdeilt. Leikmenn hafa meðal annars stigið fram og gagnrýnt að þurfa að ferðast langar vegalengdir fyrir deildarleiki þegar álagið er þegar gríðarlega mikið.

Félag fótboltastuðningsmanna í Evrópu hefur formlega gagnrýnt þessar færslur.

„Fórnir eru stundum nauðsynlegar. Við sýnum því skilning að svona ferðalagt krefst fórna í þægindum og rútínu en stundum er fórnin nauðsynleg fyrir framtíð deildarinnar sjálfrar," segir í tilkynningu Como.

Í yfirlýsingu Como er bent á að nýr sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar er að verðmæti rúmlega 12 milljarða punda yfir fjögurra ára tímabil en núverandi samningur ítölsku deildarinnar um 3,1 milljarður.

„Við verðum í hreinskilni að spyrja okkur sjálf hvernig við getum haldið okkar bestu leikmönnum, byggt upp samkeppnishæf lið og laðað að okkur stórar stjörnur ef við aðlögumst ekki. Þetta snýst ekki um græðgi heldur að byggja upp framtíð þar sem ítalska deildin er áfram samkeppnishæf, virt og dáð um allan heim."

„Markmið okkar er skýrt. Við viljum endurvekja deildina til þeirrar dýrðar sem hún naut á tíunda áratugnum, þegar ítalskur fótbolti var vinsælasta, virtasta og elskaðasta deildin í heiminum. Til að ná því verðum við að þróast, sameinast og gera deildina að umræðuefni um allan heim aftur."
Athugasemdir