Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðlaugur Victor svaraði gagnrýni - „Fínt að skamma hann stundum"
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er yfir í hálfleik á Laugardalsvelli gegn Frakklandi í undankeppni HM. Guðlaugur Victor Pálsson skoraði markið undir lokin.

Ísland er í 2. sæti riðilsins sem stendur þar sem staðan er 1-1 í leik Úkraínu og Aserbaísjan í hálfleik.

Guðlaugur Victor fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í tapinu gegn Úkraínu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Frakkland

„Það er áræðni í Gulla. Hann fékk nátturulega gagnrýni eftir Úkraínuleikinn og það var sætt fyrir hann að koma þessum yfir línuna. Ég er feginn að VAR hafi ekki skipt sér af þessu marki," Kjartan Henry Finnbogason í umfjöllun Sýnar Sport í hállfeik.

„Hann er vanur að stíga upp og það er fínt að skamma hann stundum því hann stígur alltaf upp og gefst aldrei upp. Frábært að fá þetta mark í lok hálfleiksins," sagði Rúnar Kristinsson.

Það hefur skapast hætta í fyrirgjöfum hjá Frökkunum.

„Við verðum að gera meira í því að stoppa fyrirgjafir með Mateta í teignum. Þeir hafa ekki skapað neitt rosalega hættuleg færi en þeir taka hlaup af miðjunni og það er erfitt að verjast því. Í fyrsta fasa verðum við að koma í veg fyrir fyrirgjafir og við ættum að geta það með þessa fimm manna vörn," sagði Kjartan Henry.


Athugasemdir
banner
banner