
Ísland gerði frábært jafntefli gegn Frakklandi á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM. Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir en Frakkar náðu forystunni með mörkum frá Christopher Nkunku og Jean-Philippe Mateta.
Kristian Nökkvi Hlynsson tryggði Íslandi stig þegar hann batt endahnútinn á frábæra sókn. Brynjólfur Willumsson sendi Albert Guðmundsson í gegn og hann fann Kristian í betra færi sem var yfirvegaður fyrir framan Mike Maignan og skoraði.
Kjartan Henry Finnbogason, sérfræðingur á Sýn Sport, sagði í uppgjörinu eftir leikinn að afgreiðsla Kristians hafi minnt á landsliðsmanninn fyrrverandi Alfreð Finnbogason.
Kristian Nökkvi Hlynsson tryggði Íslandi stig þegar hann batt endahnútinn á frábæra sókn. Brynjólfur Willumsson sendi Albert Guðmundsson í gegn og hann fann Kristian í betra færi sem var yfirvegaður fyrir framan Mike Maignan og skoraði.
Kjartan Henry Finnbogason, sérfræðingur á Sýn Sport, sagði í uppgjörinu eftir leikinn að afgreiðsla Kristians hafi minnt á landsliðsmanninn fyrrverandi Alfreð Finnbogason.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
„Þetta fær tíu að sjálfsögðu. Þegar boltinn fer í netið þá er það alltaf tíu," sagði Kjartan Henry.
„Þetta var vel gert hjá Brynjólfi, hann var sterkur. Svo var Albert búinn að hlaupa gríðarlega mikið og fá nokkur högg á ökklann sem hann er búinn að vera tæpur í. Hann fann mann í betri stöðu, þetta er ekki alltaf auðvelt þegar þú hefur mikinn tíma. Þetta er svona Alfreð Finnboga slútt þar sem það lítur út fyrir að hann ætli að setja hann í fjær og opnar líkamann. Hann setur hann síðan öruggt í þaknetið."
„Frábært fyrir okkur og þennan strák. Ég kunni ekki við það að segja það í lýsingunni en á dauða mínum átti ég von að við myndum koma til baka. Þetta er karakter og vel gert að halda þetta út," sagði Kjartan Henry að lokum.
Athugasemdir