
Stigið sem Ísland náði gegn Frakklandi í kvöld gæti þegar upp verður staðið reynst gulls ígildi í baráttunni við Úkraínu um annað sæti riðilsins. Ef Ísland og Úkraína verða jöfn að stigum mun markatalan ráða því hvort liðið verður ofar og þar er Ísland yfir sem stendur.
Tvær umferðir eru eftir af riðlinum og í lokaumferðinni leikur Úkraína heimaleik gegn Íslandi í Varsjá í Póllandi. Góðar líkur eru á að það verði úrslitaleikur um annað sætið.
Ef Ísland klárar útileikinn gegn Aserbaídsjan með sigri í næsta glugga, og Frakkar vinna Úkraínu á sama tíma, þá gera úrslitin í Laugardalnum í kvöld það að verkum að Íslandi mun nægja jafntefli gegn Úkraínu til að ná öðru sætinu. Annars hefði Ísland þurft sigur.
Tvær umferðir eru eftir af riðlinum og í lokaumferðinni leikur Úkraína heimaleik gegn Íslandi í Varsjá í Póllandi. Góðar líkur eru á að það verði úrslitaleikur um annað sætið.
Ef Ísland klárar útileikinn gegn Aserbaídsjan með sigri í næsta glugga, og Frakkar vinna Úkraínu á sama tíma, þá gera úrslitin í Laugardalnum í kvöld það að verkum að Íslandi mun nægja jafntefli gegn Úkraínu til að ná öðru sætinu. Annars hefði Ísland þurft sigur.

Síðasti gluggi undankeppninnar er í nóvember og þá ráðast úrslitin í riðlinum. Liðið í efsta sæti fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti fær umspilssæti. Ef Ísland vinnur Aserbaídsjan 13. nóvember setja strákarnir okkar mikla pressu á Úkraínumenn sem mæta Frökkum í París seinna um kvöldið.
Leikirnir sem eftir eru:
13. nóvember
17:00 Aserbaídsjan - Ísland
19:45 Frakkland - Úkraína
16. nóvember
17:00 Úkraína - Ísland
17:00 Aserbaídsjan - Frakkland
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir