Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Stórkostleg frammistaða gegn Frökkum
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland 2 - 2 Frakkland
1-0 Guðlaugur Victor Pálsson ('39 )
1-1 Christopher Nkunku ('63 )
1-2 Jean-Philippe Mateta ('68 )
2-2 Kristian Hlynsson ('70 )
Lestu um leikinn

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Frakkland

Ísland fékk Frakkland í heimsókn á Laugaardalsvöll í undankeppni HM í kvöld.

Christopher Nkunku gat komið Frökkum yfir snemma leiks en Elías Rafn Ólafsson varði frábærlega frá honum.

Ísland náði forystunni undir lok fyrri hálfleiks þegar Guðlaugur Victor Pálsson skoraði eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Alberti Guðmundssyni.

Í blálok fyrri hálfleiksins átti Jean-Philippe Mateta skot á markið en MIkael Egill Ellertsson var réttur maður á réttum stað og kom boltanum frá nánast af línunni.

Frakkar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðu að jafna metin eftir rúmlega klukkutíma leik. Nkunku var einn á móti Guðlaugi Victori og komst í skotfæri og skoraði í fjærhornið.

Stuttu síðar kom Mateta Frökkum yfir eftir sendingu frá Maghnes Akliouche fyrir markið. Ísland náði að svara strax í kjölfarið þegar Albert slapp í gegn og sendi á Kristian Nökkva Hlynsson sem var yfirvegaður einn gegn Mike Maignan og skoraði.

Frakkar sóttu gríðarlega hart að marki Íslands á lokamínútunum en tókst ekki að skapa sér almennileg færi og stórkostlegt jafntefli niðurstaðan gegn einu sterkasta landsliði heims.

Úkraína lagði Aserbaísjan á sama tíma og það stefnir því í algjöran úrslitaleik gegn Úkraínu um umspilsæti í lokaumferðinni.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
3.    Ísland 4 1 1 2 11 - 9 +2 4
4.    Aserbaísjan 4 0 1 3 2 - 11 -9 1
Athugasemdir
banner