Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 13. nóvember 2024 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Coote í frekari vandræðum eftir nýtt myndband frá EM í sumar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það bendir allt til þess að David Coote, UEFA og úrvalsdeildardómari, þurfi að leita sér að nýju starfi.

Coote hefur verið gríðarlega mikið í umræðunni undanfarna daga eftir að nokkurra ára gamalt myndband af honum var birt af fjölmiðlum. Í því talaði hann mjög illa um Jürgen Klopp fyrrum stjóra Liverpool.

   11.11.2024 14:18
Dómari í ensku úrvalsdeildinni: Jurgen Klopp er tussa


Það myndband eitt og sér er eflaust nóg til að Coote missi dómararéttindin sín ævilangt en nú hefur staðan hjá Coote snarversnað eftir að nýtt myndband var birt í fjölmiðlum.

Í því myndbandi virðist Coote vera að innbyrða fíkniefni, en hann tók myndbandið sjálfur á EM 2024 í sumar og sendi það til vinar síns.

EM 24 var haldið í Þýskalandi og virtist Coote staddur á hóteli sínu þegar hann tók myndband af sjálfum sér sjúga línu af hvítu púðri upp í nefið.

The Sun greinir frá þessum fregnum og segist miðillinn vera með fleiri gögn undir höndunum sem sanni vanhæfni Coote.

Samkvæmt miðlinum er þetta persónulegur vinur Coote sem ákvað að stíga fram og greina frá hegðun dómarans.

Enska dómarasambandið er búið að tjá sig um málið og segist líta það mjög alvarlegum augum. Ný rannsókn mun hefjast á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner