Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 22:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram að krækja í varnarmann ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram í Bestu deildinni er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að næla í ÍR-inginn Óliver Elís Hlynsson.

Óliver er tvítugur varnarmaður sem verður samningslaus um áramótin og getur því farið á frjálsri sölu.

Hann er vinstri bakvörður en getur einnig spilað vinstra megin í þriggja miðvarða línu.

Hann er eldri bróðir Róberts Elísar Hlynssonar sem gekk í raðir KR frá ÍR fyrr í vetur.

Óliver er uppalinn ÍR-ingur og lék sína fyrstu keppnisleiki tímabilið 2021. Hann var í stóru hlutverki í liði nýliðanna í Lengjudeildinni í sumar og tók þátt í öllum leikjum liðsins á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner