Árni Snær Ólafsson er samningslaus eftir gott tímabil með Stjörnunni í Bestu deildinni. Hann fékk samkvæmt WyScout flest skot á sig af markmönnum deildarinnar og varði flest.
Hann er uppalinn Skagamaður sem var að ljúka sínu þriðja tímabili með Stjörnunni. Hann er fæddur árið 1991 og á að baki 351 KSÍ leik.
Hann er uppalinn Skagamaður sem var að ljúka sínu þriðja tímabili með Stjörnunni. Hann er fæddur árið 1991 og á að baki 351 KSÍ leik.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa nokkur félög áhuga á því að fá Árna í sínar raðir. Stjarnan vill halda honum, KR hefur áhuga á honum og ÍA hefur kannað hvort möguleiki sé á því að hann snúi heim í uppeldisfélagið.
Árni hefur verið orðaður við Víking eftir að ljóst varð að Pálmi Rafn Arinbjörnsson verður ekki áfram og markmannsmálin hjá bæði FH og KA eru óljós.
Athugasemdir




