Skoska félagið Celtic hefur fundað með nokkrum þjálfurum í Lundúnum í þessari viku til að finna eftirmann Brendan Rodgers sem lét af störfum í síðasta mánuði.
Sky Sports sagði frá því á mánudag að Celtic væri búið að gera lista af þjálfurum sem það hefur áhuga á og er raunverulegur möguleiki á að ráða.
Wilfried Nancy, þjálfari Columbus Crew í MLS-deildinni, Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt í Noregi og Kieran McKenna, stjóri Ipswich Town eru nöfnin sem félagið er að skoða.
Celtic mun einnig setjast niður með Martin O'Neill, bráðabirgðastjóra félagsins, og aðstoðarmanni hans Shaun Maloney til að ræða framtíð þeirra.
Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins, Nicky Hayen hjá Club Brugge og Robbie Keane, þjálfari Ferencvaros, eru einnig nöfn sem hafa komið upp í umræðunni hjá skoska stórliðinu.
Athugasemdir




