Frakkland, Noregur og Portúgal geta öll tryggt sæti sitt á HM í kvöld.
Frakkar eru á toppnum í D-riðli með 10 stig en sigur á Úkraínu kemur liðinu áfram á HM.
Portúgal er í sömu stöðu. Liðið heimsækir ÍR í Dyflinni og mun sigur fleyta þeim á HM en Portúgal er með 10 stig, fimm stigum meira en Ungverjaland sem er í öðru sæti.
Noregur sem er með 18 stig í efsta sæti I-riðils getur með hagstæðum úrslitum komist áfram. Norðmenn þurfa að vinna Eistland og treysta á að Ítalía tapi stigum gegn Moldóvu á útivelli.
Leikir dagsins:
17:00 Aserbaídsjan - Ísland
17:00 Armenia - Ungverjaland
17:00 Noregur - Eistland
19:45 Andorra - Albanía
19:45 England - Serbía
19:45 Frakkland - Úkraína
19:45 Írland - Portúgal
19:45 Moldova - Ítalía
Athugasemdir




