Unglingalandsliðsmaðurinn Fjölnir Freysson skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning við Þrótt R. en hann gildir til næstu þriggja ára.
Fjölnir er fæddur árið 2010 og uppalinn Þróttari sem hefur gegnt lykilhlutverki í yngri flokkum félagsins.
Hann er fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á leiki með bæði U15 og U16 ára landsliðunum.
Fjölnir er fjölhæfur miðvörður, með mikla tækni og góðan skilning á leiknum.
„Með undirritun þessa samnings tekur Fjölnir mikilvægt skref í átt að meistaraflokki og samningurinn undirstrikar þá trú sem Þróttur hefur á ungum leikmönnum sem hafa alist upp innan félagsins,“ sagði Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar um Fjölni.
Athugasemdir



