Það gæti vel verið að Pierre Emerick Aubameyang sé á förum frá Arsenal en hann var nýlega dæmdur í agabann.
Aubameyang hefur verið fyrirliði Arsenal á þessu tímabili en mætti enn einu sinni of seint til æfinga á dögunum, eitthvað sem Mikel Arteta, stjóri liðsins, tók ekki vel í.
Enskir miðlar ræða nú næsta fyrirliða Arsenal ef sú staða kemur upp að Aubameyang missi bandið eða fari frá félaginu.
Markvörðurinn Aaron Ramsdale er nefndur sem einn af þremur kostum en hann kom aðeins til félagsins í sumar.
Ramsdale hefur staðið sig virkilega vel á milli stanganna og elskar fátt meira en að öskra sína menn áfram úr teignum.
Varnarmennirnir tveir Gabriel og Ben White eru einnig taldir koma til greina en sá síðarnefndi kom frá Brighton í sumar.
Báðir varnarmennirnir hafa staðið sig með prýði undanfarið og gætu leyst þetta hlutverk vel.
Athugasemdir