þri 14. janúar 2020 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía í dag - Napoli, Inter og Lazio mæta til leiks
Radja Nainggolan (Cagliari) mætir í kvöld sínum fyrrum félögum í Inter.
Radja Nainggolan (Cagliari) mætir í kvöld sínum fyrrum félögum í Inter.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fara í dag fram í sextán liða úrslitum Coppa Italia, ítölsku bikarkeppninni.

Í þessari umferð mæta Evrópu-liðin til leiks. Juventus, Napoli, Inter, AC Milan, Atalanta, Lazio og Roma.

Þrjú þeirra hefja leik í dag. Napoli og Perugia, sem leikur í Seríu B, mætast í fyrsta leik dagsins.

Lazio tekur á móti B-deildarliði Cremonese klukkan 17:00 og klukkan 19:45 fer fram annar af stórleikjum 16-liða úrslitana þegar Cagliari heimsækir Inter.

Inter er í 2. sæti deildarinnar á meðan Cagliari hefur komið á óvart og er í 6. sætinu.

Coppa Italia - 16 liða úrslit
14:00 Napoli - Perugia
17:00 Lazio - Cremonese
19:45 Inter - Cagliari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner