fös 14. janúar 2022 23:30
Victor Pálsson
Wood vildi kveðja Burnley á öðrum tímapunkti
Mynd: EPA
Chris Wood er búinn að skrifa undir hjá Newcastle en hann var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins í gær.

Wood lék með Burnley frá 2017 til 2022 og vann með Eddie Howe hjá félaginu lengi vel sem er nú stjóri Newcastle.

Wood viðurkennir það að hann hafi viljað fara á öðrum tímapunkti eða þegar Burnley var á þægilegri stað í deildinni.

Burnley er í vandræðum eftir 17 leiki og er tveimur stigum frá öruggu sæti. Newcastle er sæti neðar en bæði lið eru með 11 stig.

„Þetta snerist um risastórt tækifæri og risastórt félag, þetta var eitthvað sem ég gat ekki hafnað," sagði Wood.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hefði ég viljað skilja við Burnley ofar í töflunni en svona er fótboltinn stundum."

„Enginn getur planað svona augnalbik, þú horfir bara fram veginn og hvað er að gerast í fótboltanum á þeim tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner