Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   lau 14. janúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gnonto hreif sérfræðinga Sky Sports
Mynd: EPA

Gary Neville fylgdist með viðureign Aston Villa gegn Leeds United í beinni útsendingu Sky Sports í gærkvöldi og var einstaklega hrifinn af ítalska táningnum Wilfried Gnonto sem átti frábæran leik þrátt fyrir 2-1 tap Leeds.


Gnonto komst nokkrum sinnum nálægt því að leggja upp eða skora en heppnin var ekki með honum eða samherjum hans sem voru óheppnir að fara heim frá Birmingham án stiga.

„Þetta var frábær leikur, ég naut hans í botn. Wilfried Gnonto var stórkostlegur og átti ekki skilið að vera í tapliðinu," sagði Neville á Sky.

„Emi Martinez átti flottar vörslur og Leon Bailey átti þátt í báðum mörkunum þannig hann er maður leiksins framyfir Ashley Young. Það sem ég tók helst eftir í þessum leik er að stemningin á Villa Park hefur ekki verið betri í mörg ár og að Gnonto er virkilega efnilegur leikmaður.

„Hann var algjörlega frábær. Leikskilningurinn og staðsetningarnar voru afar óvenjulegar fyrir svona ungan leikmann í þessari stöðu. Hann er ótrúlega þroskaður leikmaður miðað við aldur."

Hinn 19 ára gamli Gnonto hefur skorað 1 mark í 8 leikjum fyrir ítalska landsliðið og er með nákvæmlega sama markahlutfall hjá Leeds. Hann er sóknarmaður að upplagi en getur einnig leikið á báðum köntunum.

„Þetta var frábær sýning hjá stráknum. Ashley Young átti frábæran leik en þetta var agalega erfitt fyrir hann eftir 60. mínútu."

Hinn 37 ára gamli Ashley Young fékk það hlutverk að passa Gnonto í viðureigninni og stóð sig vel, en þeir fá báðir 9 í einkunnagjöf Sky Sports.

Jermaine Beckford, fyrrum leikmaður Leeds, tók undir með Neville í útsendingu Sky.

„Þetta var frábær bardagi á vængnum á milli Young og Gnonto. Þarna mætti Gnonto virkilega sniðugum andstæðingi og mun læra mikið af þessu."

Aston Villa er búið að jafna Chelsea á stigum um miðja deild eftir sigurinn, með 25 stig eftir 19 umferðir.

Leeds er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 17 stig úr 18 leikjum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir