Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   lau 14. janúar 2023 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Bætti upp fyrir vítaklúður - Sevilla í botnbaráttu
Isi Palazon klúðraði víti og skoraði síðan sigurmarkið
Isi Palazon klúðraði víti og skoraði síðan sigurmarkið
Mynd: EPA
Sevilla tapaði fyrir Girona, 2-1, í La Liga á Spáni í dag á meðan Rayo Vallecano og Osasuna unnu sína leiki.

Franski miðvörðurinn Tanguy Nianzou stökk hæst allra á 13. mínútu og stangaði boltann í netið fyrir Sevilla.

Girona kom til baka í þeim síðari og skoraði Christian Stuani jöfnunarmarkið áður en Yangel Herrera gerði dramatískt sigurmark undir lok leiksins. Ekkert hefur gengið hjá Sevilla á tímabilinu en liðið er í 17. sæti með aðeins 15 stig, eftir að hafa verið í efri hluta deildarinnar síðustu ár.

Osasuna vann fyrsta sigur sinn í La Liga síðan í nóvember er liðið lagði Mallorca, 1-0. Aimar Oroz skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Rayo Vallecano vann þá Real Valladolid með sömu markatölu en Isi Palazon var bæði skúrkur og síðan hetja. Hann klúðraði vítaspyrnu á 33. mínútu leiksins en bætti upp fyrir það með því að gera sigurmarkið tæpum hálftíma fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar:

Girona 2 - 1 Sevilla
0-1 Tanguy Nianzou ('13 )
1-1 Christian Stuani ('46 )
2-1 Yangel Herrera ('88 )

Osasuna 1 - 0 Mallorca
1-0 Aimar Oroz ('47 )

Valladolid 0 - 1 Rayo Vallecano
0-0 Isi Palazon ('33 , Misnotað víti)
0-1 Isi Palazon ('65 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 37 27 4 6 99 39 +60 85
2 Real Madrid 37 25 6 6 76 38 +38 81
3 Atletico Madrid 37 21 10 6 64 30 +34 73
4 Athletic 37 19 13 5 54 26 +28 70
5 Villarreal 37 19 10 8 67 49 +18 67
6 Betis 37 16 11 10 56 49 +7 59
7 Celta 37 15 7 15 57 56 +1 52
8 Osasuna 37 12 15 10 47 51 -4 51
9 Vallecano 37 13 12 12 41 45 -4 51
10 Mallorca 37 13 8 16 35 44 -9 47
11 Real Sociedad 37 13 7 17 35 44 -9 46
12 Valencia 37 11 12 14 43 53 -10 45
13 Getafe 37 11 9 17 33 37 -4 42
14 Alaves 37 10 11 16 37 47 -10 41
15 Sevilla 37 10 11 16 40 51 -11 41
16 Girona 37 11 8 18 44 56 -12 41
17 Espanyol 37 10 9 18 38 51 -13 39
18 Leganes 37 8 13 16 36 56 -20 37
19 Las Palmas 37 8 8 21 40 59 -19 32
20 Valladolid 37 4 4 29 26 87 -61 16
Athugasemdir
banner