Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   fös 14. febrúar 2020 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Sýndist stóra táin vera í rangstöðu
Brendan Rodgers var sáttur með stig eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Wolves fyrr í kvöld.

„Þetta var mjög líkt fyrri leiknum sem við áttum á leiktíðinni. Við spiluðum mjög vel og stjórnuðum leiknum en misstum svo mann af velli á lokakaflanum. Við þurftum að sýna mikið hugrekki til að stöðva þá undir lokin," sagði Rodgers að leikslokum.

Willy Boly kom knettinum í netið fyrir Úlfana en markið dæmt af eftir endurskoðun með myndbandstækni. Þá fékk Hamza Choudhury sitt seinna gula spjald á 76. mínútu.

„Svona er leikurinn í dag, mér sýndist stóra táin hans vera í rangstöðu. Þeim finnst þetta eflaust harður dómur, það er óheppilegt að lenda í þessu.

„Mér fannst fyrra spjaldið ekki vera gult, hann var óheppinn að fá það spjald. Mér fannst þetta ekki vera rautt."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 24 22 +2 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 31 -23 2
Athugasemdir
banner