Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. febrúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Svíi fær leyfi til að breyta nafni sínu í Tottenham
Mynd: Getty Images
David Lind, fertugur Svíi, hefur fengið leyfi til að breyta nafinu sínu i Tottenham.

Lind sótti um að fá að breyta nafni sínu í fyrra en fékk synjun hjá yfirvöldum í Svíþjóð. Lind sætti sig ekki við það og ákvað að áfrýja þeim úrskurði.

Áfrýjunin var tekin fyrir í vikunni og þar hafði Lind betur. Hann fær því að breyta nafni sínu í Tottenham.

Nafnalögum var breytt í Svíþjóð árið 2017 og þau urðu mun harðari.

Áður en að því kom tóku einhverjir upp nafnið Arsenal og 60 manns tóku upp nafnið „Bajen" sem er gælunafn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner