Lionel Messi skoraði tvennu er Barcelona rúllaði yfir Alaves í spænsku deildinni í gærkvöldi.
Þetta var góður sigur fyrir Börsunga sem eru ásamt Real Madrid í öðru sæti deildarinnar, átta stigum eftir toppliði Atletico Madrid sem á leik til góða.
Messi skoraði gullfallega tvennu og ljóst að hann á enn mikið inni þrátt fyrir að verða 34 ára í sumar.
Fyrra markið skoraði Messi eftir laglegan sprett þar sem hann smeygði sér framhjá varnarmanni áður en hann setti knöttinn í stöngina og inn.
Seinna markið var einstaklega laglegt þar sem Messi sýndi snilli sína með flottum spretti og glæsilegu marki.
Sjáðu fyrra markið
Sjáðu seinna markið
Athugasemdir