Á föstudaginn sendi KSÍ frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var framkvæmdastjóra KSÍ hefði verið falið það verkefni að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki landsliða Íslands.
Á næstu árum gæti Ísland þurft að leika umspilsleiki á heimavelli í febrúar eða mars og eins og allir vita erum við Íslendingar með úreltan þjóðarleikvang.
Laugardalsvöllur stenst ekki kröfur, er opinn leikvangur án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Auk þess er leikflöturinn ekki með hitakerfi.
Á næstu árum gæti Ísland þurft að leika umspilsleiki á heimavelli í febrúar eða mars og eins og allir vita erum við Íslendingar með úreltan þjóðarleikvang.
Laugardalsvöllur stenst ekki kröfur, er opinn leikvangur án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Auk þess er leikflöturinn ekki með hitakerfi.
Fótbolti.net hefur ákveðið að spara Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, vinnuna og koma hér með tillögur að mögulegum heimavelli Íslands erlendis ef að því kemur að við getum ekki spilað hér heima.
Hér skoðum við raunhæfa kosti og einnig mögulegar Íslandstengingar til gamans sem gætu hjálpað okkur að fá völl á erlendri grundu.
Åråsen Stadion, heimavöllur Lilleström (Noregur) - Leikvangur sem tekur 11.500 áhorfendur og er rétt fyrir utan Osló. Norðmenn leggja væntanlega glaðir fram hjálparhönd og Rúnar Kristinsson yrði auðvitað heiðursgestur ef við spilum þarna. Völlurinn er með hitunarkerfi, eitthvað sem sárvantar á Laugardalsvöll.
Heliodoro Rodríguez López (Tenerife) - Það liggur beint við að spila á eyjunni sem Íslendingar hafa hertekið. Auðvelt mál að fylla 23 þúsund manna leikvanginn af Íslendingum og manna öll störf í kringum leikinn líka með Íslendingum.
Tórsvöllur (Færeyjar) - Vinir okkar í Færeyjum eru nýbúnir að endurnýja sinn völl og eru komnir með alvöru lokaðan þjóðarleikvang. Við þurfum að sætta okkur við það að í Þórshöfn má finna flottari leikvang en hægt er að finna á Íslandi. Stutt flug til Þórshafnar, hægt að gera alvöru ferð með því að sigla með Norrænu, og alveg ljóst að heimamenn verða á okkar bandi.
Athugasemdir