Á föstudaginn sendi KSÍ frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var framkvæmdastjóra KSÍ hefði verið falið það verkefni að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki landsliða Íslands.
Á næstu árum gæti Ísland þurft að leika umspilsleiki á heimavelli í febrúar eða mars og eins og allir vita erum við Íslendingar með úreltan þjóðarleikvang.
Laugardalsvöllur stenst ekki kröfur, er opinn leikvangur án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Auk þess er leikflöturinn ekki með hitakerfi.
Á næstu árum gæti Ísland þurft að leika umspilsleiki á heimavelli í febrúar eða mars og eins og allir vita erum við Íslendingar með úreltan þjóðarleikvang.
Laugardalsvöllur stenst ekki kröfur, er opinn leikvangur án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Auk þess er leikflöturinn ekki með hitakerfi.
Fótbolti.net hefur ákveðið að spara Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, vinnuna og koma hér með tillögur að mögulegum heimavelli Íslands erlendis ef að því kemur að við getum ekki spilað hér heima.
Hér skoðum við raunhæfa kosti og einnig mögulegar Íslandstengingar til gamans sem gætu hjálpað okkur að fá völl á erlendri grundu.
Bröndby Stadion í Kaupmannahöfn (Danmörk) - Leikvangur sem hefur verið nefndur áður þegar rætt er um vettvang fyrir heimaleiki Íslands. Stöðugar samgöngur til Köben og allt Íslendingaflóðið gera þennan leikvang að góðum kosti. Fólk spókar sig á Strikinu um daginn og öskrar 'Áfram Ísland' um kvöldið.
Heimavöllur Bolton (England) - Þarna yrði Íslendingum tekið opnum örmum. Í Bolton eru Íslendingar í miklum metum enda mikill hefð fyrir íslenskum leikmönnum hjá félaginu. Heiðursstúkan yrði sneisafull og góð stemning. Nálægðin við Manchester og Liverpool er öflugur kostur.
Tele2 Arena í Stokkhólmi (Svíþjóð) - Svíar búa yfir nokkrum glæsilegum leikvöngum. Tele2 Arena er einn af þeim, heimavöllur Djurgarden og Hammarby. Leikvangurinn er með færanlegu þaki og stenst allar UEFA kröfur fyrir alþjóðlega leiki.
Åråsen Stadion, heimavöllur Lilleström (Noregur) - Leikvangur sem tekur 11.500 áhorfendur og er rétt fyrir utan Osló. Norðmenn leggja væntanlega glaðir fram hjálparhönd og Rúnar Kristinsson yrði auðvitað heiðursgestur ef við spilum þarna. Völlurinn er með hitunarkerfi, eitthvað sem sárvantar á Laugardalsvöll.
Heliodoro Rodríguez López (Tenerife) - Það liggur beint við að spila á eyjunni sem Íslendingar hafa hertekið. Auðvelt mál að fylla 23 þúsund manna leikvanginn af Íslendingum og manna öll störf í kringum leikinn líka með Íslendingum.
Tórsvöllur (Færeyjar) - Vinir okkar í Færeyjum eru nýbúnir að endurnýja sinn völl og eru komnir með alvöru lokaðan þjóðarleikvang. Við þurfum að sætta okkur við það að í Þórshöfn má finna flottari leikvang en hægt er að finna á Íslandi. Stutt flug til Þórshafnar, hægt að gera alvöru ferð með því að sigla með Norrænu, og alveg ljóst að heimamenn verða á okkar bandi.
Ceres Park í Árósum (Danmörk) - Í Árósum eru fjölmargir Íslendingar við nám og hægt að skapa góða Íslendingastemningu. Hlaupabrautin kringum völlinn lætur okkur líka líða eins og við séum heima hjá okkur!
Madejski Stadium í Reading (England) - Reading er ekki langt frá London. Eitt símtal frá formanni landsliðsnefndar, Ívari Ingimarssyni, og Reading lánar Íslandi heimavöll sinn.
Loftus Road, heimavöllur QPR - 18 þúsund manna leikvangur í London sem gæti verið hentugur. Heiðar Helguson í heiðursstúkunni.
Augsburg Arena (Þýskaland) - Ísland æfði í Augsburg fyrir umspilsleikinn við Ungverja um árið. KSÍ er með símanúmerið og fáir betri en Þjóðverjar að skipuleggja íþróttakappleiki.
Stozice leikvangurinn (Slóvenía) - Það er gaman að heimsækja Lúbljana og svo er hægt að biðja um teikningarnar af þessum niðurgrafna og hringbyggða 16 þúsund manna leikvangi og taka þær með heim. Leikvangurinn er tengdur við íþróttahöll svo mögulegt er að slá tvær flugur í einu höggi. Leikvangur sem yrði draumur að byggja á Íslandi.
Athugasemdir