Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   þri 14. febrúar 2023 12:52
Elvar Geir Magnússon
Mögulegir heimavellir Íslands í útlöndum - Þjóðarleikvangurinn á Tenerife?
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn sendi KSÍ frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var framkvæmdastjóra KSÍ hefði verið falið það verkefni að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki landsliða Íslands.

Á næstu árum gæti Ísland þurft að leika umspilsleiki á heimavelli í febrúar eða mars og eins og allir vita erum við Íslendingar með úreltan þjóðarleikvang.

Laugardalsvöllur stenst ekki kröfur, er opinn leikvangur án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Auk þess er leikflöturinn ekki með hitakerfi.

Fótbolti.net hefur ákveðið að spara Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, vinnuna og koma hér með tillögur að mögulegum heimavelli Íslands erlendis ef að því kemur að við getum ekki spilað hér heima.

Hér skoðum við raunhæfa kosti og einnig mögulegar Íslandstengingar til gamans sem gætu hjálpað okkur að fá völl á erlendri grundu.
Athugasemdir
banner
banner
banner