Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 16:20
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea tapaði fyrir nýliðunum - Tvö sigurmörk í blálokin
Chemsdine Talbi skoraði sigurmarkið á Stamford Bridge
Chemsdine Talbi skoraði sigurmarkið á Stamford Bridge
Mynd: Sunderland
Bruno Guimaraes var hetja Newcastle
Bruno Guimaraes var hetja Newcastle
Mynd: EPA
Nýliðar Sunderland unnu 2-1 sigur á Chelsea í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í dag, en sigurmark gestanna kom í uppbótartíma.

Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea á 4. mínútu eftir skyndisókn. Pedro Neto fann Garnacho vinstra megin. Hann tók nokkrar gabbhreyfingar áður en hann skaut föstum bolta undir Robin Roefs í markinu.

Wilson Isidor, framherji Sunderland, jafnaði metin fyrir gestina átján mínútum síðar.

Markið kom eftir langt innkast. Boltinn datt í kjölfarið út á Isidor sem skoraði með skoti sem hafði viðkomu af varnarmanni og í netið.

Nýliðarnir héldu Chelsea-mönnum í skefjum og fengu síðan gulrót fyrir það undir lokin er langur bolti kom fram völlinn á Brian Brobbey. Hann slapp inn í teig, en ákvað að halda boltanum aðeins áður en hann gaf hann út á Chemsdine Talbi sem smellti boltanum með innanfótarskoti í hægra hornið.

Glæstur sigur hjá Sunderland sem er komið upp í 2. sæti deildarinnar með 17 stig en Chelsea í 7. sæti með 14 stig. Svakaleg byrjun hjá nýliðunum sem hafa aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni.

Newcastle United lagði þá Fulham 2-1 á St. James' Park en það var einnig dramatík í þeim leik.

Jacob Murphy kom Newcastle yfir á 18. mínútu er hann vann boltann af Calvin Bassey, hljóp upp að vítateignum og lagði hann skemmtilega í stöng og inn.

Sasa Lukic jafnaði metin á 56. mínútu. Kevin kom með fyrirgjöfina frá vinstri inn á teiginn á Raul Jimenez sem skaut boltanum í þverslá og niður á línu, en Lukic var mættur til að koma boltanum yfir línuna.

Á lokamínútum leiksins tapaði Bassey boltanum í annað sinn á hættulegu svæði og keyrðu Newcastle-menn upp. William Osula átti skot sem Bernd Leno varði út á Guimaraes og var hann í engum vandræðum með að skila boltanum í netið.

Newcastle aftur á sigurbraut og er nú með 12 stig í 11. sæti en Fulham í 16. sæti með aðeins 8 stig.

Newcastle 2 - 1 Fulham
1-0 Jacob Murphy ('18 )
1-1 Sasa Lukic ('56 )
2-1 Bruno Guimaraes ('90 )

Chelsea 1 - 2 Sunderland
1-0 Alejandro Garnacho ('4 )
1-1 Wilson Isidor ('22 )
1-2 Chemsdine Talbi ('90 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
3 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
4 Man Utd 9 5 1 3 13 12 +1 16
5 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
6 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
9 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
10 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Brighton 9 3 3 3 12 13 -1 12
13 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
14 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
15 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
16 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir