Quincy Promes fyrrum leikmaður Ajax og hollenska landsliðsins hefur fengið sex ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í innflutningi á 1.370 kílóum af kókaíni.
Lögreglan lagði hald á sendinguna, sem var í tvennu lagi, í Antwerpen í Belgíu í janúar 2020. Promes hefur verið fundinn sekur um innflutning, útflutning, flutning og vörslu fíkniefnanna.
Kókaínið var falið í sendingu af sjáarsalti frá Brasilíu.
Promes mætti ekki réttarhöldin og hefur aldrei mætt í skýrslutöku eftir að ákæra var gefin út.
                
                                    Lögreglan lagði hald á sendinguna, sem var í tvennu lagi, í Antwerpen í Belgíu í janúar 2020. Promes hefur verið fundinn sekur um innflutning, útflutning, flutning og vörslu fíkniefnanna.
Kókaínið var falið í sendingu af sjáarsalti frá Brasilíu.
Promes mætti ekki réttarhöldin og hefur aldrei mætt í skýrslutöku eftir að ákæra var gefin út.
Hollenskir fjölmiðlar segja að Promes finnist sem hann sé 'ósnertanlegur' fyrst hann mætti ekki í réttarhöldin. Saksóknarar eru forvitnir um skýringuna á því hvernig svona farsæll fótboltamaður leiðist út í svona umfangsmikla glæpastarfsemi.
Því hefur verið haldið fram að Promes sjái ekki eftir neinu og sé í raun stoltur af kókaínviðskiptunum.
Promes er 32 ára sóknarleikmaður og lék 50 landsleiki fyrir Holland á árunum 2014-2021. Hann er staddur í Rússlandi þar sem hann spilar fyrir Spartak Moskvu.
Síðasta sumar var hann dæmdur í öðru máli og fékk þar átján mánaða dóm fyrir að stinga frænda sinn í fjölskylduboði.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        

