Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 14. febrúar 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Everton í þriggja ára bann - „Ég er hálfviti“
Maðurinn var með kynþáttafordóma í garð Salah.
Maðurinn var með kynþáttafordóma í garð Salah.
Mynd: EPA
Stuðningsmaður Everton sem var með rasisma í garð Mohamed Salah leikmanns Liverpool og gerði grín að Heysel slysinu má ekki fara á fótboltavelli Englands næstu þrjú árin. Auk þess fékk hann 500 punda sekt.

Joel Barwise heitir einstaklingurinn og er 26 ára en hann hrópaði þegar nafn Salah var lesið upp af vallarþulnum í Merseyside slagnum á Anfield þann 21. október.

Þá gerði hann einnig gys að Heysel slysinu en 39 létust í troðningi fyrir úrslitaleik Evrópubikarsins 1985.

Öryggisvörður var vitni af hegðun Barwise og hann fannst í gegnum upptökur úr öryggismyndavélum. Þegar hann var handtekinn hélt hann því fyrst fram að lögreglan hefði farið mannavillt.

Hann játaði síðan sök og þegar lögreglan spurði hvers vegna hann hefði gert þetta svaraði hann: „Af því að ég er hálfviti“
Athugasemdir
banner
banner
banner