Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 14. febrúar 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thomas Frank spurður út í sögur um Liverpool
Thomas Frank.
Thomas Frank.
Mynd: EPA
Daninn Thomas Frank er einn af þeim sem hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Liverpool.

Jurgen Klopp mun hætta hjá Liverpool í sumar og verður afar fróðlegt að sjá hver tekur við.

Frank hefur gert flotta hluti með Brentford og hefur hann verið bendlaður við starfið hjá Liverpool, þó Xabi Alonso þyki langlíklegastur. Frank var spurður út í Liverpool þegar hann talaði við fréttamenn í dag.

„Það er mikið af sögusögnum í gangi. Við erum öll með egó en ég er hér hjá Brentford og hér er ég mjög ánægður," sagði Frank.

„Er ég með metnað? Já. Verð ég að eilífu hjá Brentford? Kannski, en örugglega ekki. Hver veit hvað gerist í framtíðinni. Það sem ég veit er að ég er ánægður hjá Brentford."
Athugasemdir
banner
banner
banner