Daníel Freyr Kristjánsson byrjaði á bekknum þegar Fredericia van Vendsyssel í lokaumferðinni í næst efstu deild í Danmörku fyrir tvískiptingu.
Daníel hefur verið í stóru hlutverki á tímabilinu en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.
Fredericia skoraði eina mark leiksins þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Horsens og Esbjerg áttust við í Íslendingaslag. Horsens vann leikinn 2-1 en Galdur Guðmundsson kom inn á á 68. mínútu hjá Horsens en Breki Baldursson kom inn á í uppbótatíma hjá Esbjerg.
Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Kolding sem vann Hobro 1-0.
Fredericia og Horsens eru jöfn með 40 stig í 2. og 3. sæti, níu stigum á eftir toppliði OB. Esbjerg er í 6. sæti með 34 stig en það er neðsta sætið í efri hlutanum, Kolding er í 5. sæti með jafn mörg stig og Esbjerg.
Athugasemdir