Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 22:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Már spilaði í jafntefli gegn botnliðinu
Mynd: NAC Breda
Það er orðið langt síðan Elías Már Ómarsson og félagar Í NAC Breda fundu fyrir sigurtilfinningu en liðið er án sigurs í síðustu sjö leikjum.

Liðið gerði jafntefli gegn botnliði Almere City í hollensku deildinni í kvöld. Elías spilaði tæpan klukkutíma. Breda er í 10. sæti með 29 stig eftir 26 umferðir.

Helgi Fróði Ingason spilaði 77 mínútur þegar Helmond gerði 1-1 jafntefli gegn varaliði PSV í næst efstu deild. Helmond er í 11. sæti með 43 stig eftir 31 umferð.

Þá spilaði Davíð Kristján Ólafsson seinni hálfleikinn þegar Cracovia steinlá 5-2 gegn Pogon Szczecin í pólsku deildinni. Staðan var 2-2 í hálfleik en Crcovia var manni færri í tæplega hálftíma sem Pogon nýtti sér svo sannarlega.

Crcovia er í 6. sæti með 38 stig eftir 25 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner