Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Geovany Quenda óvænt á leið til Chelsea - „Here we go!"
Geovany Quenda hefur samþykkt að ganga í raðir Chelsea
Geovany Quenda hefur samþykkt að ganga í raðir Chelsea
Mynd: EPA
Portúgalska undrabarnið Geovany Quenda er á leið til Chelsea frá Sporting Lisbon. Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir þetta með frasanum fræga „Here we go!“.

Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti snemma í morgun.

Quenda er 17 ára gamall vængbakvörður og talinn einn sá efnilegasti í Evrópu um þessar mundir.

Manchester United var talið leiða baráttuna um hann, enda hafði Quenda spilað undir stjórn Ruben Amorim hjá Sporting og voru flestir fjölmiðlar á því máli að undirskrift hans væri aðeins formsatriði, en svo var aldeilis ekki.

Romano segir að Chelsea hafi nú náð samkomulagi við Sporting um kaup á Quenda en kaupverðið kemur ekki fram. Hann verður áfram á láni hjá Sporting og gengur síðan formlega í raðir Chelsea á næsta ári.

Viðræðunum var haldið leyndum og segir Romano að Quenda hafi þegar staðist læknisskoðun.

Portúgalinn er sagður virkilega hrifinn af verkefninu sem er í gangi hjá Chelsea og plönum Enzo Maresca, stjóra liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner