Portúgalska undrabarnið Geovany Quenda er á leið til Chelsea frá Sporting Lisbon. Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir þetta með frasanum fræga „Here we go!“.
Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti snemma í morgun.
Quenda er 17 ára gamall vængbakvörður og talinn einn sá efnilegasti í Evrópu um þessar mundir.
Manchester United var talið leiða baráttuna um hann, enda hafði Quenda spilað undir stjórn Ruben Amorim hjá Sporting og voru flestir fjölmiðlar á því máli að undirskrift hans væri aðeins formsatriði, en svo var aldeilis ekki.
Romano segir að Chelsea hafi nú náð samkomulagi við Sporting um kaup á Quenda en kaupverðið kemur ekki fram. Hann verður áfram á láni hjá Sporting og gengur síðan formlega í raðir Chelsea á næsta ári.
Viðræðunum var haldið leyndum og segir Romano að Quenda hafi þegar staðist læknisskoðun.
Portúgalinn er sagður virkilega hrifinn af verkefninu sem er í gangi hjá Chelsea og plönum Enzo Maresca, stjóra liðsins.
???????? BREAKING: Chelsea agree deal for Portuguese top talent Geovany Quenda, here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2025
Medical DONE for Quenda after secret blitz, he will join Chelsea in 2026. ?????
Club to club agreement completed with Sporting and Quenda said yes to Chelsea project & Enzo Maresca’s plans. pic.twitter.com/qw4HoBQy58
Athugasemdir