Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mið 30. júlí 2025 00:17
Snæbjört Pálsdóttir
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
Guðni Eiríksson þjálfari FH fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Guðni Eiríksson þjálfari FH fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tryggði sig áfram í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld þegar þær sigruðu Val á dramatískan hátt 2-3. FH skoraði sigurmarkið á lokamínútum framlengingarinnar en leikar stóðu jafnir 2-2 að venjulegum leiktíma loknum. 

Tilfinningin eftir leik var samkvæmt Guðna Eiríkssyni þjálfara FH „Bara sæla, hamingja, ótrúlega glaður að hérna ná þessu takmarki loksins, þriðja sinn sem að við erum að spila í undanúrslitum og hérna ná að stíga þetta skref er bara frábært, geggjað fyrir leikmenn liðsins, geggjað fyrir klúbbinn, geggjað fyrir stuðningsmennina og það verður bara veisla á Laugardalsvelli.“


Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 FH

Sigurmarkið kom á lokamínútum framlengingarinnar þegar Thelma Karen átti fyrirgjöf úr efstu hillu beint á Margréti Brynju sem gat ekki annað en skorað. Margir voru þó líklega byrjaðir að sjá vítaspyrnukeppni fyrir sér. Aðspurður hvort það hafi verið komið eitthvað stress á bekkinn með að fara í vítaspyrnukeppni svaraði Guðni

„Já auðvitað ef við förum í vítaspyrnukeppni þá er þetta bara 50/50 og það getur lent hvoru megin sem er og hérna mér hefði fundist það sorglegt að tapa þessum leik, vegna þess að heilt yfir fannst mér FH liðið betra í dag og eiga skilið að sigra. Þannig að það var frábært að gera það og frábært að gera það á þennan hátt, skora bara á síðustu mínútu framlengingu, þú veist það gerist ekki mikið betra en þetta.“

Spurður um hvort væri drauma andstæðingur Breiðablik eða ÍBV svaraði hann „Nei bara það lið sem að vinnur á fimmtudaginn á skilið að spila í úrslitum og hérna við mætum því liði. Við höfum ekki enn þá fengið að spila á móti ÍBV en höfum mætt Blikum einu sinni og þannig við sjáum bara hvað gerist.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan



Athugasemdir
banner
banner