Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   fös 14. mars 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Fylkir og KR berjast um að komast í úrslitaleik
KR-ingar mæta Fylki í Árbæ
KR-ingar mæta Fylki í Árbæ
Mynd: Mummi Lú
Það er spilað í öllum deildum Lengjubikarsins um helgina en undanúrslitaleikur Fylkis og KR fer fram á Würth-vellinum og þá eiga Víkingskonur möguleika á að koma sér í undanúrslit kvennamegin.

Í kvöld mætast Fylkir og KR en leikurinn hefst klukkan 19:00 og mætir sigurvegarinn annað hvort ÍR eða Val í úrslitaleiknum í A-deildinni.

Einnig kemur í ljós hvort að FH eða Víkingur fari áfram í undanúrslit kvennamegin. Víkingar eiga einn leik eftir, en liðið mætir Keflavík.

Eins og staðan er núna er Víkingur í 3. sæti B-riðils með 5 stig og markatöluna -1 en FH í öðru sæti með markatöluna 2+ sem þýðir að Víkingur þarf að vinna með fjórum mörkum eða meira.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 14. mars

Lengjubikar karla - A-deild úrslit
19:00 Fylkir-KR (Würth völlurinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
19:00 KV-Hvíti riddarinn (KR-völlur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
19:00 Augnablik-Ýmir (Fífan)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
19:00 Haukar-Kári (BIRTU völlurinn)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
20:00 Hafnir-Hörður Í. (Nettóhöllin)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
20:00 Skallagrímur-Úlfarnir (Akraneshöllin)

Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
19:00 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
19:00 Stjarnan-FHL (Samsungvöllurinn)

Lengjubikar kvenna - B-deild
20:00 Afturelding-Grótta (Malbikstöðin að Varmá)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
20:00 Fjölnir-KH (Egilshöll)

laugardagur 15. mars

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
16:00 Kormákur/Hvöt-Reynir S. (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
14:00 Víkingur Ó.-Árborg (Ólafsvíkurvöllur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
14:00 ÍH-Sindri (Skessan)
15:15 Grótta-Árbær (Kórinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
15:00 Dalvík/Reynir-KFA (Dalvíkurvöllur)
16:00 Tindastóll-Höttur/Huginn (Sauðárkróksvöllur)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
16:00 Stokkseyri-Afríka (JÁVERK-völlurinn)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
12:00 ÍH-Sindri (Skessan)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
16:00 Völsungur-ÍR (PCC völlurinn Húsavík)
16:00 Smári-Dalvík/Reynir (Fagrilundur - gervigras)

sunnudagur 16. mars

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
16:30 Magni-KF (Boginn)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
13:00 KFR-Hörður Í. (Domusnovavöllurinn)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
20:00 SR-Álafoss (Þróttheimar)

Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
15:00 Tindastóll-Fylkir (Sauðárkróksvöllur)

Lengjubikar kvenna - B-deild
14:30 Grindavík/Njarðvík-KR (Nettóhöllin)
Athugasemdir
banner
banner