Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   sun 14. apríl 2024 09:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Vesturbæjarhroki eins og á að vera til staðar“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er gír í KR, andi, liðsheild, barátta, vilji og stemning. Svo auðvitað einstaklingsgæði sem geta gert gæfumuninn," segir Elvar Geir Magnússon útvarpsþættinum Fótbolti.net. KR fer vel af stað í Bestu deildinni og hefur unnið báða leiki sína til þessa.

„Svo er mikil stemning í Miðjunni, stuðningsmönnum KR. Nóg af Vesturbæjarhroka eins og á að vera til staðar. Gregg Ryder er á góðri leið að vinna fólk á sitt band."

KR vann verðskuldaðan 3-1 sigur gegn Stjörnunni en liðið vann útileik gegn Fylki í fyrstu umferð.

„Ef þú ert nýr þjálfari KR þá þarftu að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjunum, þá færðu líka slaka inn í mótið. Um leið og þú kveikir á KR-maskínunni er erfitt að slökkva á henni. Liðið er að spila þannig fótbolta og gera það af þannig krafti að fólk vill sjá þá," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Þetta er alls ekki fullkomið fótboltalið og ég held að þeir verði ekkert í titilbaráttu en mögulega Evrópubarátta. Frábær byrjun hjá KR-ingum og það kryddar tímabilið þegar KR-ingar eru kokhraustir í byrjun móts," segir Elvar.

Eyþór Wöhler er sagður á leið til KR frá Breiðabliki en Gregg Ryder vildi bæta við hópinn vegna meiðsla.

„Hann var á leiknum og sat KR-megin. Ég held að Eyþór Wöhler ætti að smellpassa inn í þetta KR-dæmi," segir Elvar en hægt er að heyra umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Athugasemdir
banner
banner