Jóhannes Kristinn Bjarnason leikmaður KR var í banastuði í kvöld en hann skoraði tvö mörk þegar liðið hans gerði 3-3 jafntefli gegn Val. Það var dramatík í lok leiks þar sem KR fékk víti í uppbótartíma, en eitt af mörkum Jóhanns kom úr því víti.
Lestu um leikinn: KR 3 - 3 Valur
„Sterkt að tryggja stigið í endan svona, auðvitað enginn frábær leikur hjá okkur en við sýnum stórt hjarta að berjast til baka. Ég er stoltur af liðinu"
KR byrjaði leikinn mjög vel og hefðu mögulega átt að skora meira þá.
„Fyrstu 25-30 af fyrri hálfleik voru bara mjög flottar. Við dettum smá niður og erum lengi að ná okkur upp eftir hálfleik. Af hverju? Ég veit það ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga." Sagði Jóhannes en hann var ekki alveg sammála því að KR hefði bara hætt eftir að þeir komust yfir.
„Ég veit það ekki, kannski hægt eitthvað á okkur. Við erum ekki að reyna það. Þannig þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og laga."
KR hefur verið í meiðslavandræðum og þá sérstaklega varnarlega. Þeira hafa því þurft að breyta mikið til í mannskapnum aftast og fengið á sig fimm mörk í fyrstu tveimur leikjunum.
„Vörnin okkar í dag endar á því að vera Róbert Elís, Gabríel og Atli sig. Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel ."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.