Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   mán 14. apríl 2025 21:55
Haraldur Örn Haraldsson
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhannes Kristinn Bjarnason leikmaður KR var í banastuði í kvöld en hann skoraði tvö mörk þegar liðið hans gerði 3-3 jafntefli gegn Val. Það var dramatík í lok leiks þar sem KR fékk víti í uppbótartíma, en eitt af mörkum Jóhanns kom úr því víti.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Sterkt að tryggja stigið í endan svona, auðvitað enginn frábær leikur hjá okkur en við sýnum stórt hjarta að berjast til baka. Ég er stoltur af liðinu"

KR byrjaði leikinn mjög vel og hefðu mögulega átt að skora meira þá.

„Fyrstu 25-30 af fyrri hálfleik voru bara mjög flottar. Við dettum smá niður og erum lengi að ná okkur upp eftir hálfleik. Af hverju? Ég veit það ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga." Sagði Jóhannes en hann var ekki alveg sammála því að KR hefði bara hætt eftir að þeir komust yfir.

„Ég veit það ekki, kannski hægt eitthvað á okkur. Við erum ekki að reyna það. Þannig þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og laga."

KR hefur verið í meiðslavandræðum og þá sérstaklega varnarlega. Þeira hafa því þurft að breyta mikið til í mannskapnum aftast og fengið á sig fimm mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

„Vörnin okkar í dag endar á því að vera Róbert Elís, Gabríel og Atli sig. Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel ."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner