Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   mán 14. apríl 2025 21:55
Haraldur Örn Haraldsson
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhannes Kristinn Bjarnason leikmaður KR var í banastuði í kvöld en hann skoraði tvö mörk þegar liðið hans gerði 3-3 jafntefli gegn Val. Það var dramatík í lok leiks þar sem KR fékk víti í uppbótartíma, en eitt af mörkum Jóhanns kom úr því víti.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Sterkt að tryggja stigið í endan svona, auðvitað enginn frábær leikur hjá okkur en við sýnum stórt hjarta að berjast til baka. Ég er stoltur af liðinu"

KR byrjaði leikinn mjög vel og hefðu mögulega átt að skora meira þá.

„Fyrstu 25-30 af fyrri hálfleik voru bara mjög flottar. Við dettum smá niður og erum lengi að ná okkur upp eftir hálfleik. Af hverju? Ég veit það ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga." Sagði Jóhannes en hann var ekki alveg sammála því að KR hefði bara hætt eftir að þeir komust yfir.

„Ég veit það ekki, kannski hægt eitthvað á okkur. Við erum ekki að reyna það. Þannig þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og laga."

KR hefur verið í meiðslavandræðum og þá sérstaklega varnarlega. Þeira hafa því þurft að breyta mikið til í mannskapnum aftast og fengið á sig fimm mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

„Vörnin okkar í dag endar á því að vera Róbert Elís, Gabríel og Atli sig. Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel ."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir