Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír stjórar sem gætu tekið við Tottenham
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: EPA
Starf Ange Postecoglou hjá Tottenham er í hættu jafnvel þó svo að liðið vinni Evrópudeildina.

John Cross, sem er yfir fótboltaskrifum hjá Mirror, nefnir þrjá stjóra sem Spurs er að horfa til ef Postecoglou verður rekinn. Þeir starfa allir í ensku úrvalsdeildinni.

Það er í fyrsta lagi Marco Silva hjá Fulham, svo Andoni Iraola hjá Bournemouth og síðast en ekki síst Oliver Glasner hjá Crystal Palace sem eru undir smásjá Spurs.

Tottenham hefur átt hörmulegt tímabil og tapaði sínum sautjánda leik í ensku úrvalsdeildinni í gær gegn Úlfunum. „Það er óhugsandi fyrir félag sem er með metnað til að vera í Meistaradeildinni," segir Cross í frétt sinni.

Tottenham á enn möguleika á því að komast í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina en það eitt og sér er mögulega ekki nóg fyrir Postecoglou eftir afar erfitt tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner