PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   þri 14. maí 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír útileikmenn spiluðu allar mínúturnar á tímabilinu
Enska úrvalsdeildartímabilinu lauk á sunnudaginn þegar Manchester City tryggði sinn annan Englandsmeistaratitil í röð með sigri gegn Brighton.

Ederson var eini leikmaður Manchester City sem lék allar mínútur tímabilsins, eða 3420 án þess að telja uppbótartíma. Það er þó ekki óvanalegt fyrir markverði að spila allar mínúturnar.

Franski varnarmaðurinn Aymeric Laporte spilaði næstflestar mínútur hjá City, eða 3057, og svo spilaði Bernardo Silva 2853 mínútur. Það vekur athygli að Kyle Walker og Raheem Sterling spiluðu nákvæmlega 2777 mínútur hvor.

Aðeins þrír útispilandi leikmenn spiluðu allar mínúturnar á tímabilinu og leikur enginn þeirra fyrir lið í sex efstu sætunum.

Conor Coady lék allar mínúturnar í liði Wolves, Ben Mee hjá Burnley og Luka Milivojevic hjá Crystal Palace.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Brighton 15 6 5 4 24 20 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 16 28 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir