Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. maí 2022 08:30
Victor Pálsson
Howe: Getum ekki eytt eins og önnur félög gerðu
Mynd: EPA
Bruno.
Bruno.
Mynd: EPA

Newcastle getur ekki notað sumargluggann í að gjörbreyta öllum leikmannahóp sínum eins og önnur rík félög hafa gert í gegnum tíðina eins og Chelsea og Manchester City.


Þetta segir Eddie Howe, stjóri Newcastle, en enska félagið er með nýja eigendur frá Sádí Arabíu og byrjaði að styrkja sig í janúarglugganum sem hefur svo sannarlega skilað sér inni á vellinum.

Fjárlög UEFA koma þó í veg fyrir að Newcastle geti keypt frjálslega í sumar og þarf liðið að taka eitt skref í einu þegar kemur að því að bæta leikmannahópinn.

Howe er vel var við það en önnur félög sem hafa fengið inn moldríka eigendur í gegnum tíðina hafa ekki þurft að hugsa eins mikið um þessi lög.

Howe segir að það verði ekki eytt endalaust af peningum í leikmönnum í sumar og mun Newcastle fylgja öllum þeim reglum sem þarf að fylgja.

Liðið keypti til að mynda Bruno Guimaraes í janúarglugganum og hefur hann reynst liðinu frábær hingað til.

„Það er mikið til í þessu sem talað er um með fjárlög UEFA, við þurfum að fylgja ákveðnum reglum og getum ekki farið og eytt peningum eins og önnur félög hafa gert í gegnum tíðina og gjörbreytt hópnum í einum félagaskiptaglugga," sagði Howe.

„Því meiri pening sem þú eyðir í einum glugga þá hefur það áhrif á hversu mikið þú getur eytt í framhaldinu. Við þurfum að fylgja þessum reglum og það hefur áhrif á hvað við getum gert í sumar."

„Það þýðir þó ekki að við séum ekki með markmið. Við vitum það vel að við þurfum að breyta hópnum og bæta hann en að finna jafnvægið verður erfitt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner