Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
   þri 14. júní 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bissouma í læknisskoðun hjá Tottenham
Yves Bissouma, 25 ára miðjumaður Brighton, er á leið til Tottenham.

Bissouma á að fara í læknisskoðun hjá Tottenham á fimmtudag en það er Sky Sports sem greinir frá.

Talið er að Tottenham greiði Brighton um 25 milljónir punda fyrir Bissouma sem er landsliðsmaður Malí.

Hann á eitt ár eftir af samningi og hafa Arsenal, Aston Villa og Everton einnig sýnt honum áhuga í sumar.
Athugasemdir
banner