Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   þri 14. júní 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is | Guardian 
Tomasson tekur við Blackburn (Staðfest) - Á ættir að rekja til Íslands
Tomasson á hliðarlínunni.
Tomasson á hliðarlínunni.
Mynd: EPA
Jon Dahl Tomasson í landsleik með Danmörku á Laugardalsvelli.
Jon Dahl Tomasson í landsleik með Danmörku á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Blackburn hefur ráðið Jon Dahl Tomasson sem nýjan stjóra félagsins og gerði hann samning til 2025. Þessi fyrrum danski landsliðssóknarmaður spilaði á ferli sínum með Newcastle á Englandi.

Tomasson á ættir að rekja til Íslands en afi hans var Íslendingur, fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann stundaði sjómennsku á sínum yngri árum en hóf síðan siglingar og fluttist til Danmerkur ungur að aldri.

Tomasson stýrði Malmö til sænska meistaratitilsins tvö ár í röð áður en hann yfirgaf félagið í desember á liðnu ári.

Tomasson tekur við af Tony Mowbray sem hætti með Blackburn í síðasta mánuði eftir að liðið endaði í áttunda sæti Championship-deildarinnar.

Daninn hefur starfað við þjálfun síðan hann lagði skóna á hilluna 2011 og stýrði hann Excelsior og Roda JC í Hollandi áður en hann starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá Vitesse Arnhem og danska landsliðinu.

Hann er 45 ára og spilaði meðal annars með Feyenoord, Milan og Villarreal á ferli sínum.

Blackburn varð Englandsmeistari 1995 en hefur ekki verið í efstu deild síðan 2012.

„Við erum með ungt lið hérna og frábæra akademíu. Eigendurnir hafa skýra sýn. Þeir vilja þróa leikmenn og gera félagið að sjálfbæru úrvalsdeildarliði með tíð og tíma. Ég er ánægður með að taka þátt í þessum spennandi nýja kafla," segir Tomasson.

Það eru enn indversku kjúklingabændurnir í Venkys sem eiga Blackburn.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
7 Bristol City 29 12 7 10 40 31 +9 43
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
10 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
11 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 28 9 9 10 40 40 0 36
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
19 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
22 Portsmouth 26 7 8 11 23 36 -13 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner
banner