Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sir Alex og Mourinho saman á opnunarleiknum
Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson
Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson
Mynd: Getty Images

Evrópumótið er að hefjast en opnunarleikur mótsins milli Þýskalands gegn Skotlands er að hefjast.


Fjöldi Skota eru mættir til Þýskalands til að fylgjast með leiknum en einn þeirra er Sir Alex Ferguson.

Ferguson er goðsögn hjá Manchester United en hann stýrði liðinu frá 1986-2013 og vann ensku deildina þrettán sinnum, enska bikarinn fimm sinnum, Meistaradeildina tivsvar og svo lengi mætti telja.

Hann sást með Jose Mourinho á Allianz Arena í Munchen en þeir sitja með skosku stuðningsmönnunum. Mourinho er einnig fyrrum stjóri Man Utd en hann stýrði liðinu frá 2016-2018.


Athugasemdir
banner
banner