mið 14. júlí 2021 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Fyrsta tap Aftureldingar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru þrír leikir fram í Lengjudeild kvenna í kvöld og mistókst Aftureldingu að jafna KR á toppi deildarinnar.

Afturelding tapaði sínum fyrsta deildarleik í sumar á útivelli. Tapið kom gegn fallbaráttuliði Grindavíkur, sem var að sama skapi að vinna sinn fyrsta deildarleik í sumar.

Afturelding er því áfram í þriðja sæti með 19 stig eftir 10 umferðir. Grindavík er í næstneðsta sæti með 8 stig.

HK og Víkingur R. gerðu þá jafntefli þökk sé dramatísku jöfnunarmarki á lokasekúndum uppbótartímans.

Grótta hafði að lokum betur gegn ÍA um miðja deild.

Grindavík 1 - 0 Afturelding
1-0 Markaskorara vantar
Úrslit af urslit.net

HK 2 - 2 Víkingur R.
0-1 Dagný Rún Pétursdóttir ('6)
1-1 Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('36, víti)
2-1 Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('60)
2-2 Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('95)

ÍA 0 - 2 Grótta
0-1 Signý Ylfa Sigurðardóttir ('33)
0-2 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('61)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner